Innlent

Fundu rotnandi hreindýrshaus í fjörunni

Heldur undarlegt atvik átti sér stað í fjörunni við Stokkseyri í dag. Þar gekk fjölskylda sem átti leið um fjöruna fram á rotnandi hreindýrshaus í einni tjörninni. Það er fréttavefurinn DFS.is sem greinir frá þessu.

Reipi var bundið við stein og á hinum enda reipisins var grotnandi hreindýrshausinn með skinni, hornum og öllu öðru tilheyrandi.

Hrein ekki geðslegt það. Þá mun lyktin hafa verið eftir því að sögn fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×