Innlent

Harður árekstur við Hvalfjarðargöng

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar á tíunda tímanum í gærkvöld.

Þá beygði ökumaður jeppabifreiðar inn á Hvalfjarðarveg og í veg fyrir fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Tveir voru í fólksbílnum á meðan einn var í jeppanum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er talið að fólkið sé alvarlega slasað. Báðir bílarnir voru óökufærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×