Innlent

Hvalbeinahliðið við Núp í Dýrafirði fékk andlitslyftingu

Í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Grasa- og trjágarðurinn Skrúði á Núpi í Dýrafirði og verður hvalbeinahliðið þar endurnýjað.

Hliðið hefur löngum verið talið eitt af höfuðdjásnum garðsins. Gömlu beinin, sem voru í garðinum frá 1932 til 2009 eru nú varðveitt í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.

Þau eru talin vera af einni stærstu steypireið sem veidd hefur verið í norðanverðu Atlantshafi að því er segir á vestfirska fréttavefnum bb.is.

Gömlu hvalbeinskjálkarnir voru rúmum metra lengri en þau nýju og voru því undirstöðurnar fyrir nýju beinin hækkaðar. Dagskráin hefst kl. 15.00 og stendur í klukkustund, en að henni lokinni verða veitingar í boði Ísafjarðarbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×