Innlent

Hvassviðri, slydda og snjókoma

Spáð er allt að 40 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu frá Kjalarnesi austur að Austfjörðum í dag. Þá má gera ráð fyrir afar hvössum vindhviðum við fjöll.

Þá er gert ráð fyrir vaxandi norðaustanátt í dag, fyrst um landið Norðvestanvert. Norðan 15 til 23 metrar á sekúndu síðdegis norðvestantil og slydda eða snjókoma á fjallvegum en rigning á láglendinu.

Skyggni á fjallvegum gæti því spillst fljótt. Úrkoma minnkar töluvert norðvestan og vestanlands í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×