Innlent

Tvö börn frá Tógó eignast íslenska foreldra

Frá Tógó. Myndin er úr safni.
Frá Tógó. Myndin er úr safni.
Ættleiðingarsamband Íslenskrar ættleiðingar við Tógó er nú orðið virkt að fullu og hafa tvö munaðarlaus börn frá Tógó nú þegar eignast fjölskyldur á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Svavarssyni, formanni Íslenskrar ættleiðingar.

Þar segir að hið nýstofnaða félag, Alþjóðleg ættleiðing, fór árið 2009 fyrir eigin reikning og óeigingjarnt sjálfboðastarf til Tógó með það að markmiði að koma á samböndum þar í landi. Í kjölfarið óskaði félagið eftir því við íslensk stjórnvöld að gerður yrði ættleiðingarsamningur milli Íslands og Tógó.

Eftir að Alþjóðleg ættleiðing sameinaðist Íslenskri ættleiðingu tók ÍÆ upp þráðinn gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Ögmundur Jónasson ráðherra ættleiðingarmála beitti sér fyrir því þegar hann var nýtekinn við embætti að kraftur var settur í að ná samningi við Tógó og Íslensk ættleiðing fékk löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingar frá Tógó í febrúar 2011.

Að byggja upp ættleiðingarsamband og gagnkvæmt traust sem er grundvöllur fyrir því að slíkt samband virki vel er töluverð vinna. Í janúar fóru t.d. framkvæmdastjóri ÍÆ og Árni Sigurgeirsson stjórnarmaður til Tógó og áttu fundi með fulltrúum stjórnvalda og öðrum sem að ættleiðingarferlinu koma í Tógó.

Þessi vinna sem staðið hefur síðan 2009 er nú að skila þeim árangri að tvö munaðarlaus börn frá Tógó eru að eignast fjölskyldur á Íslandi. Eitt barn er þegar komið heim og upplýsingar um annað barn eru komnar til landsins og fer fjölskyldan innan tíðar til Tógó að sækja barnið.

Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir væntanlega kjörforeldra og mikilvægt skref á þeirri leið að fjölga ættleiðingarsamböndum íslands við erlend ríki að því er kemur fram í tilkynningu Harðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.