Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Guðmundur Hreiðarsson í aðalhlutverki í ellismellinum

Ellismellurinn hefur vakið mikla athygli í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport það sem af er sumri. Þar eru ýmsir gullmolar dregnir fram í sviðsljósið. Í gær var innslag sem Heimir Karlsson vann fyrir Stöð 2 á sínum tíma birt en þar var Guðmundur Hreiðarsson markvörður KR í aðalhlutverki.


Tengdar fréttir

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-1

Valsmenn lögðu Skagamenn að velli 2-1 í leik liðanna í 8. umferð Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Valsmanna sem voru sterkari aðilinn og lönduðu sanngjörnum sigri.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-1

Blikar stoppuðu fimm leikja sigurgöngu KR í kvöld með því að vinna Íslands- og bikarmeistarana 2-1 í leik liðanna í 8. umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. KR-ingar voru búnir að vinna alla leiki sína síðan í byrjun maí en sigur heimamanna var verðskuldaður.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 1-3

Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsí-deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Grindvíkinga að velli í Grindavík 1-3. Með sigrinum kemst ÍBV í 11 stig í 8.sætinu en Grindvíkingar sitja sem fastast á botninum með 3 stig.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Keflavík 0-2

Keflvíkingar unnu þægilegan og virkilega sanngjarnan sigur á hugmyndasnauðu liði Fram í kvöld í Pepsideild karla í fótbolta, 0-2. Frans Elvarsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik og voru gestirnir aldrei í teljandi vandræðum í þessum leik.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fylkir 1-2

Fylkir lagði Selfoss að velli, 2-1 á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson og Finnur Ólafsson skoruðu mörk Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði marka heimamanna sem voru einum færri síðustu 15 mínúturnar í leiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2

FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×