Fótbolti

Bert Van Marwijk hættur sem landsliðsþjálfari Hollands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mark Van Bommel, fyrirliði landsliðsins, er tengdasonur Van Marwijk.
Mark Van Bommel, fyrirliði landsliðsins, er tengdasonur Van Marwijk. Nordicphotos/Getty
Hollenska knattspyrnusambandið tilkynnti í gærkvöldi að leiðir þess og þjálfarans Bert Van Marwijk hefðu skilið.

Van Marwijk tók við liðinu fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku árið 2010. Holland, sem var í riðli með Íslandi í undankeppninni, vann alla sína leiki og fór fullt sjálfstrausts í lokakeppnina í Afríku.

Holland fór alla leið í úrslitaleikinn í keppninni en mátti sætta sig við 1-0 tap gegn Spáni eftir framlengdan leik.

Holland stóð sig aftur afar vel í undankeppni Evrópumótsins í Póllandi og Úkraínu sem nú stendur yfir. Holland tapaði hins vegar óvænt öllum leikjum sínum í riðlakeppninni.

Samningur Van Marwijk við sambandið náði fram yfir Evrópumótið 2016 í Frakklandi. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×