Össur fordæmir voðaverk sýrlenskra stjórnvalda 2. júní 2012 09:49 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir harðlega voðaverk sýrlenskra stjórnvalda sem og vopnaðra sveita á þeirra ábyrgð en lítill vafi leikur á að þau hafi gerst sek um skipulögð og kerfisbundin mannréttindabrot undanfarnar vikur og mánuði að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ráðherra fordæmir sérstaklega fjöldamorð í bænum Houla í vesturhluta Sýrlands í síðustu viku og leggur áherslu á að draga þurfi til ábyrgðar alla þá sem stóðu fyrir þeim. Svo segir í tilkynningunni að Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að flest fórnarlamba voðaverkanna í Houla í síðustu viku hafi verið tekin af lífi á hrottafenginn hátt. Af 108 sem þar féllu voru 49 börn. Vitni hafa lýst því að illvirkjarnir hafi verið liðsmenn vopnaðra sveita sem hliðhollar eru ríkisstjórn Bashars Assads forseta. Fleiri fregnir hafa borist í þessari viku af aftökum og tekur ráðherra undir þau orð mannréttindafulltrúa SÞ, Navi Pillay, sem sagði á sérstökum fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær að lýsingar á voðaverkunum bentu til þess að um glæpi gegn mannkyni kunni að hafa verið að ræða. Í ljósi atburðanna og þróunarinnar í Sýrlandi síðustu misseri ítrekar utanríkisráðherra kröfur frá í ágúst á síðasta ári að Bashar al Assad forseti Sýrlands víki úr embætti. Í sérstakri umræðu um ódæðisverkin í Sýrlandi sem fram fór á vegum Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær átti Ísland aðild að sameiginlegri ræðu Norðurlandanna þar sem nýleg voðaverk voru fordæmd harðlega og allri ábyrgð á öryggi borgara Sýrlands lýst á hendur sýrlenskum stjórnvöldum. Var einnig lögð áhersla á að senda þyrfti sýrlenskum ráðamönnum skýr skilaboð um að þeim beri tafarlaust að stöðva ofbeldið í landinu. Ísland var jafnframt meðflutningsaðili að ályktun á fundinum í Genf þar sem voðaverk sýrlenskra stjórnvalda voru harðlega fordæmd. Voru sýrlensk stjórnvöld þar enn og aftur hvött til að sýna stofnunum SÞ samvinnufýsi. Jafnframt var rannsóknarnefnd Mannréttindaráðsins um málefni Sýrlands falið að rannsaka atburðina í Houla, hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á þeim og láta þá standa reikningsskil gerða sinna. Utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við störf Kofis Annan, sérlegs sendimanns SÞ og Arababandalagsins, og eftirlitssveita SÞ, sem verið hafa á vettvangi í Sýrlandi sl. mánuð. Þá segir Össur að það sé þó ljóst að meira þarf til svo stöðva megi hildarleikinn í landinu. Þar þarf alþjóðasamfélagið allt að leggja lóð á vogarskálarnar. Tengdar fréttir Þóttist vera látinn til að blekkja morðingja Sýrlenskur piltur greip til örþrifaráða þegar vígamenn myrtu fjölskyldu hans í bænum Houla í síðustu viku. Hann makaði blóði bróður síns á föt sín til að blekkja morðingjana. 31. maí 2012 21:30 Mannréttindaráð fundar í kjölfar fjöldamorða Enn berast fregnir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Andspyrnumenn þar í landi hafa birt myndband sem sýnir lík þrettán verkamanna en talið er að vígasveit hafi skotið þá til bana í útjaðri Qusair þorpsins í vesturhluta Sýrlands. Er þetta þriðja fjöldamorðið á einni viku í landinu. 1. júní 2012 11:34 Pillay fordæmir fjöldamorð í Sýrlandi Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að fjöldamorðin í bænum Houla í Sýrlandi á laugardaginn síðastliðinn gætu talist sem glæpur gegn mannkyni. 1. júní 2012 14:49 Blóðbað í Sýrlandi Þjóðarráðið í Sýrlandi, stærstu samtök andspyrnumanna í landinu, hafa farið fram á að Öryggisráð Sameinu Þjóðanna komi saman vegna atburðanna í bænum Houla í Homs-héraði í nótt. 26. maí 2012 09:45 Tæplega 50 börn myrt í fjöldamorðunum í Sýrlandi Kofi Annan er kominn til Sýrlands þar sem hann vonast til þess að koma á friðarviðræðum á milli sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna. 28. maí 2012 14:29 Rússar taka undir ásakanir Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. 29. maí 2012 05:00 Rússar segja íhlutun í Sýrlandi ekki koma til greina Rússar lýstu því yfir í morgun að hernaðaríhlutun alþjóðasamfélagsins í Sýrlandi komi ekki til greina og munu þeir því að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðann verði slík tillaga lögð fyrir. Áður hafði Francois Hollande forseti Frakklands sagt að slík íhlutun hljóti að koma til greina. 30. maí 2012 09:46 Fordæma fjöldamorð en deila um aðgerðir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdu í gærkvöldi fjöldamorð ríkisstjórnarinnar í Sýrlandi í borginni Houla. Talið er að hundrað óbreyttir borgarar hafi verið myrtir af hermönnum stjórnarinnar í borginni á föstudaginn. 28. maí 2012 10:12 Fórnarlömbin í Houla voru flest tekin af lífi Flestir hinna 108 sem fórust í Houla héraði í Sýrlandi á föstudaginn voru teknir af lífi. Þetta fullyrða eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa skoðað líkin. Vitni að morðunum fullyrða að vígamenn á vegum ríkisstjórnar Sýrlands hafi staðið að fjöldamorðunum. Þessi yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kemur á sama tíma og Kofi Annan erindreki samtakanna í landinu ræðir við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Að sögn talsmanns SÞ lítur út fyrir að færri en tuttugu af fórnarlömbunum hafi fallið í loftárásum eða af völdum skriðdrekaskothríðar. Hinir verið teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum á þorp á svæðinu. Fjöldi barna eru á meðal hinna látnu. 29. maí 2012 12:10 Annan ræðir við al-Assad Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi hittir í dag forseta landsins Bashar al-Assad í höfuðborginni Damaskus. 29. maí 2012 08:54 Neyðarfundur í Öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun funda seinna í dag um stöðu mála í Sýrlandi. Atburðir í borginni Houla í Homs-héraði síðustu daga eru megin ástæða fundarins. Að minnsta kosti 90 létust í árásum stjórnarhersins á borgina í gær að sögn andspyrnuhópa í landinu. 27. maí 2012 17:17 Neyðarfundur boðaður í Öryggisráðinu Fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga og alþjóðlegra samtaka hafa fordæmt fjöldamorðinn í borginni Houla í Sýrlandi í gær. 27. maí 2012 09:32 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir harðlega voðaverk sýrlenskra stjórnvalda sem og vopnaðra sveita á þeirra ábyrgð en lítill vafi leikur á að þau hafi gerst sek um skipulögð og kerfisbundin mannréttindabrot undanfarnar vikur og mánuði að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ráðherra fordæmir sérstaklega fjöldamorð í bænum Houla í vesturhluta Sýrlands í síðustu viku og leggur áherslu á að draga þurfi til ábyrgðar alla þá sem stóðu fyrir þeim. Svo segir í tilkynningunni að Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að flest fórnarlamba voðaverkanna í Houla í síðustu viku hafi verið tekin af lífi á hrottafenginn hátt. Af 108 sem þar féllu voru 49 börn. Vitni hafa lýst því að illvirkjarnir hafi verið liðsmenn vopnaðra sveita sem hliðhollar eru ríkisstjórn Bashars Assads forseta. Fleiri fregnir hafa borist í þessari viku af aftökum og tekur ráðherra undir þau orð mannréttindafulltrúa SÞ, Navi Pillay, sem sagði á sérstökum fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær að lýsingar á voðaverkunum bentu til þess að um glæpi gegn mannkyni kunni að hafa verið að ræða. Í ljósi atburðanna og þróunarinnar í Sýrlandi síðustu misseri ítrekar utanríkisráðherra kröfur frá í ágúst á síðasta ári að Bashar al Assad forseti Sýrlands víki úr embætti. Í sérstakri umræðu um ódæðisverkin í Sýrlandi sem fram fór á vegum Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær átti Ísland aðild að sameiginlegri ræðu Norðurlandanna þar sem nýleg voðaverk voru fordæmd harðlega og allri ábyrgð á öryggi borgara Sýrlands lýst á hendur sýrlenskum stjórnvöldum. Var einnig lögð áhersla á að senda þyrfti sýrlenskum ráðamönnum skýr skilaboð um að þeim beri tafarlaust að stöðva ofbeldið í landinu. Ísland var jafnframt meðflutningsaðili að ályktun á fundinum í Genf þar sem voðaverk sýrlenskra stjórnvalda voru harðlega fordæmd. Voru sýrlensk stjórnvöld þar enn og aftur hvött til að sýna stofnunum SÞ samvinnufýsi. Jafnframt var rannsóknarnefnd Mannréttindaráðsins um málefni Sýrlands falið að rannsaka atburðina í Houla, hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á þeim og láta þá standa reikningsskil gerða sinna. Utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við störf Kofis Annan, sérlegs sendimanns SÞ og Arababandalagsins, og eftirlitssveita SÞ, sem verið hafa á vettvangi í Sýrlandi sl. mánuð. Þá segir Össur að það sé þó ljóst að meira þarf til svo stöðva megi hildarleikinn í landinu. Þar þarf alþjóðasamfélagið allt að leggja lóð á vogarskálarnar.
Tengdar fréttir Þóttist vera látinn til að blekkja morðingja Sýrlenskur piltur greip til örþrifaráða þegar vígamenn myrtu fjölskyldu hans í bænum Houla í síðustu viku. Hann makaði blóði bróður síns á föt sín til að blekkja morðingjana. 31. maí 2012 21:30 Mannréttindaráð fundar í kjölfar fjöldamorða Enn berast fregnir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Andspyrnumenn þar í landi hafa birt myndband sem sýnir lík þrettán verkamanna en talið er að vígasveit hafi skotið þá til bana í útjaðri Qusair þorpsins í vesturhluta Sýrlands. Er þetta þriðja fjöldamorðið á einni viku í landinu. 1. júní 2012 11:34 Pillay fordæmir fjöldamorð í Sýrlandi Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að fjöldamorðin í bænum Houla í Sýrlandi á laugardaginn síðastliðinn gætu talist sem glæpur gegn mannkyni. 1. júní 2012 14:49 Blóðbað í Sýrlandi Þjóðarráðið í Sýrlandi, stærstu samtök andspyrnumanna í landinu, hafa farið fram á að Öryggisráð Sameinu Þjóðanna komi saman vegna atburðanna í bænum Houla í Homs-héraði í nótt. 26. maí 2012 09:45 Tæplega 50 börn myrt í fjöldamorðunum í Sýrlandi Kofi Annan er kominn til Sýrlands þar sem hann vonast til þess að koma á friðarviðræðum á milli sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna. 28. maí 2012 14:29 Rússar taka undir ásakanir Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. 29. maí 2012 05:00 Rússar segja íhlutun í Sýrlandi ekki koma til greina Rússar lýstu því yfir í morgun að hernaðaríhlutun alþjóðasamfélagsins í Sýrlandi komi ekki til greina og munu þeir því að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðann verði slík tillaga lögð fyrir. Áður hafði Francois Hollande forseti Frakklands sagt að slík íhlutun hljóti að koma til greina. 30. maí 2012 09:46 Fordæma fjöldamorð en deila um aðgerðir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdu í gærkvöldi fjöldamorð ríkisstjórnarinnar í Sýrlandi í borginni Houla. Talið er að hundrað óbreyttir borgarar hafi verið myrtir af hermönnum stjórnarinnar í borginni á föstudaginn. 28. maí 2012 10:12 Fórnarlömbin í Houla voru flest tekin af lífi Flestir hinna 108 sem fórust í Houla héraði í Sýrlandi á föstudaginn voru teknir af lífi. Þetta fullyrða eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa skoðað líkin. Vitni að morðunum fullyrða að vígamenn á vegum ríkisstjórnar Sýrlands hafi staðið að fjöldamorðunum. Þessi yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kemur á sama tíma og Kofi Annan erindreki samtakanna í landinu ræðir við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Að sögn talsmanns SÞ lítur út fyrir að færri en tuttugu af fórnarlömbunum hafi fallið í loftárásum eða af völdum skriðdrekaskothríðar. Hinir verið teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum á þorp á svæðinu. Fjöldi barna eru á meðal hinna látnu. 29. maí 2012 12:10 Annan ræðir við al-Assad Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi hittir í dag forseta landsins Bashar al-Assad í höfuðborginni Damaskus. 29. maí 2012 08:54 Neyðarfundur í Öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun funda seinna í dag um stöðu mála í Sýrlandi. Atburðir í borginni Houla í Homs-héraði síðustu daga eru megin ástæða fundarins. Að minnsta kosti 90 létust í árásum stjórnarhersins á borgina í gær að sögn andspyrnuhópa í landinu. 27. maí 2012 17:17 Neyðarfundur boðaður í Öryggisráðinu Fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga og alþjóðlegra samtaka hafa fordæmt fjöldamorðinn í borginni Houla í Sýrlandi í gær. 27. maí 2012 09:32 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þóttist vera látinn til að blekkja morðingja Sýrlenskur piltur greip til örþrifaráða þegar vígamenn myrtu fjölskyldu hans í bænum Houla í síðustu viku. Hann makaði blóði bróður síns á föt sín til að blekkja morðingjana. 31. maí 2012 21:30
Mannréttindaráð fundar í kjölfar fjöldamorða Enn berast fregnir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Andspyrnumenn þar í landi hafa birt myndband sem sýnir lík þrettán verkamanna en talið er að vígasveit hafi skotið þá til bana í útjaðri Qusair þorpsins í vesturhluta Sýrlands. Er þetta þriðja fjöldamorðið á einni viku í landinu. 1. júní 2012 11:34
Pillay fordæmir fjöldamorð í Sýrlandi Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að fjöldamorðin í bænum Houla í Sýrlandi á laugardaginn síðastliðinn gætu talist sem glæpur gegn mannkyni. 1. júní 2012 14:49
Blóðbað í Sýrlandi Þjóðarráðið í Sýrlandi, stærstu samtök andspyrnumanna í landinu, hafa farið fram á að Öryggisráð Sameinu Þjóðanna komi saman vegna atburðanna í bænum Houla í Homs-héraði í nótt. 26. maí 2012 09:45
Tæplega 50 börn myrt í fjöldamorðunum í Sýrlandi Kofi Annan er kominn til Sýrlands þar sem hann vonast til þess að koma á friðarviðræðum á milli sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna. 28. maí 2012 14:29
Rússar taka undir ásakanir Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. 29. maí 2012 05:00
Rússar segja íhlutun í Sýrlandi ekki koma til greina Rússar lýstu því yfir í morgun að hernaðaríhlutun alþjóðasamfélagsins í Sýrlandi komi ekki til greina og munu þeir því að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðann verði slík tillaga lögð fyrir. Áður hafði Francois Hollande forseti Frakklands sagt að slík íhlutun hljóti að koma til greina. 30. maí 2012 09:46
Fordæma fjöldamorð en deila um aðgerðir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdu í gærkvöldi fjöldamorð ríkisstjórnarinnar í Sýrlandi í borginni Houla. Talið er að hundrað óbreyttir borgarar hafi verið myrtir af hermönnum stjórnarinnar í borginni á föstudaginn. 28. maí 2012 10:12
Fórnarlömbin í Houla voru flest tekin af lífi Flestir hinna 108 sem fórust í Houla héraði í Sýrlandi á föstudaginn voru teknir af lífi. Þetta fullyrða eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa skoðað líkin. Vitni að morðunum fullyrða að vígamenn á vegum ríkisstjórnar Sýrlands hafi staðið að fjöldamorðunum. Þessi yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kemur á sama tíma og Kofi Annan erindreki samtakanna í landinu ræðir við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Að sögn talsmanns SÞ lítur út fyrir að færri en tuttugu af fórnarlömbunum hafi fallið í loftárásum eða af völdum skriðdrekaskothríðar. Hinir verið teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum á þorp á svæðinu. Fjöldi barna eru á meðal hinna látnu. 29. maí 2012 12:10
Annan ræðir við al-Assad Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi hittir í dag forseta landsins Bashar al-Assad í höfuðborginni Damaskus. 29. maí 2012 08:54
Neyðarfundur í Öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun funda seinna í dag um stöðu mála í Sýrlandi. Atburðir í borginni Houla í Homs-héraði síðustu daga eru megin ástæða fundarins. Að minnsta kosti 90 létust í árásum stjórnarhersins á borgina í gær að sögn andspyrnuhópa í landinu. 27. maí 2012 17:17
Neyðarfundur boðaður í Öryggisráðinu Fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga og alþjóðlegra samtaka hafa fordæmt fjöldamorðinn í borginni Houla í Sýrlandi í gær. 27. maí 2012 09:32