Rússar taka undir ásakanir 29. maí 2012 05:00 Börn í Sýrlandi halda á lofti teiknimynd af Assad forseta, sem sýndur er baða sig í bláum hjálmi friðargæsluliða meðan Kofi Annan hellir blóði út í baðið.nordicphotos/AFP Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfirlýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads forseta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. ?Þetta svæði er á valdi uppreisnarmanna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,? sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkisráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. ?Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,? sagði Hague, ?og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu?. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, ?hvern einasta einstakling sem vopnaður er byssu,? að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verkefni að fylgja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfirlýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads forseta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. ?Þetta svæði er á valdi uppreisnarmanna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,? sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkisráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. ?Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,? sagði Hague, ?og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu?. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, ?hvern einasta einstakling sem vopnaður er byssu,? að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verkefni að fylgja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira