Erlent

Rússar segja íhlutun í Sýrlandi ekki koma til greina

Á mánudag voru fórnarlömb fjöldamorðanna í Houla jörðuð.nordicphotos/AFP
Á mánudag voru fórnarlömb fjöldamorðanna í Houla jörðuð.nordicphotos/AFP
Rússar lýstu því yfir í morgun að hernaðaríhlutun alþjóðasamfélagsins í Sýrlandi komi ekki til greina og munu þeir því að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðann verði slík tillaga lögð fyrir. Áður hafði Francois Hollande forseti Frakklands sagt að slík íhlutun hljóti að koma til greina.

Kofi Annan erindreki Sameinuðu þjóðanna sagði eftir fund sinn með al-Assad Sýrlandsforseta í gærkvöldi að hann verði að bregðast við hið snarasta. Forsetinn segir hinsvegar að vopnaðir andspyrnumenn, sem hann kallar hryðjuverkamenn, verði fyrst að leggja niður vopn sín.

Flest Vesturlönd ráku í gær sendiherra Sýrlands og aðra háttsetta stjórnarerindreka heim vegna blóðbaðsins í Houla á föstudag og viðbragðaleysis Sýrlandsstjórnar. Þar fórust 108 og segja íbúar í Houla að flestir þeirra, sem létu lífið, hafi fallið fyrir hendi hrottasveita, sem styðja Bashir al Assad Sýrlandsforseta. Sendiherrar Sýrlands og aðrir háttsettir stjórnarerindrekar hafa nú verið reknir heim frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Ástralíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×