Erlent

Fordæma fjöldamorð en deila um aðgerðir

Útför í Sýrlandi. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Útför í Sýrlandi. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdu í gærkvöldi fjöldamorð ríkisstjórnarinnar í Sýrlandi í borginni Houla. Talið er að hundrað óbreyttir borgarar hafi verið myrtir af hermönnum stjórnarinnar í borginni á föstudaginn.

Enn er þó hart deilt um það hvað skal gera, en utanríkisráðherra Bretlands,. William Hague, sagði á blaðamannafundi eftir að ákvörðunin var tilkynnt, að Bretar hefðu mjög skýra afstöðu til Bashar al Assad Sýrlandsforseta, þar er krafist tafarlausrar afsagnar leiðtogans. Þessu mótmælti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á sama fundi. Hann sagði það ekki skipta máli hvort sýrlandsforseti viki, krafan væri sú að ofbeldinu linnti.

Kofi Annan hyggst halda til Sýrlands á morgun og koma á friðarviðræðum við stríðandi fylkingar. Vonir standa til að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna geti í kjölfarið rannsakað fjöldamorðin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×