Erlent

Neyðarfundur boðaður í Öryggisráðinu

Eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlanda skoða lík þeirra sem létust í Houla í gær.
Eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlanda skoða lík þeirra sem létust í Houla í gær. mynd/AFP
Fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga og alþjóðlegra samtaka hafa fordæmt fjöldamorðinn í borginni Houla í Sýrlandi í gær.

Að sögn Þjóðarráðs Sýrlands, helstu samtökum andspyrnumanna í landinu, létust að minnsta kosti 90 manns í aðgerðum stjórnarhersins en hann lét sprengjum rigna yfir borgina. Þá er talið að um 32 börn hafi látist í árásinni.

Arabandalagið hefur kallað saman utanríkisráðherra sína og Samband Persaflóaríkja hefur skorað á alþjóðasamfélagið að grípa til aðgerða vegna atviksins.

Þá hefur William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, boðað neyðarfund hjá Öryggisráði Sameinu Þjóðanna.

Sem fyrr halda yfirvöld í Sýrlandi því fram að erlendir hryðjuverkamenn hafi staðið að baki árásunum í Houla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×