Árásin á Hlemmi einstakt mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2012 11:19 Heiða Kristín Helgadóttir er varaformaður velferðarráðs. „Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist þar við. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin. „Við erum með mikið af úrræðum, erum að setja á fót mjög gott tilraunaverkefni sem við köllum Borgarverði, þar sem við ætlum að vera í samstarfi við lögregluna og félagsráðgjafa," segir Heiða Kristín. Markmiðið með verkefninu er að reyna að aðstoða fólk sem kemur sér í vanda vegna stöðu sinnar. „Svo er gistiskýlið og Dagsetrið úti á Granda sem Hjálpræðisherinn rekur, kaffistofa Samhjálpar. Það er allsstaðar eitthvað opið og ekki lokað á neinn," segir Heiða Kristín. „Þetta er erfitt við að eiga en við erum sérstaklega núna á þessu kjörtímabilið búin að bæta í þessa þjónustu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að það sé nýbúið að móta stefnu um mannréttindi utangarðsfólks á vegum mannréttindaráðs. Þá muni hún sjálf leiða hóp sem fer af stað í haust við að halda áfram að móta stefnu í málum utangarðsmanna. Mikið hafi áunnist frá því að fyrri stefna var mótuð, en þá hafi fá úrræði verið í boði. Nú sé Reykjavíkurborg jafnframt að breyta einu af úrræðum sínum með það fyrir augum að þjónusta betur tvígreinda útigangsmenn sem glíma við geðsjúkdóma og fíkn. Þetta er Reykjavíkurborg að gera eitt sveitarfélaga. „Það er verið að gera allt sem hægt er, en mér finnst þetta mjög leiðinlegt mál sem ég sá þarna í fréttum í gær," segir Heiða Kristín. Hún segist hafa skilið fréttina þannig að umræddum öryggisverði hafi verið vikið úr starfi á meðan málið sé til skoðunar og hún treysti því að það sé í réttu ferli. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, vegna fréttarinnar.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira