Samningaviðræður Man. Utd og Dortmund um kaup á japanska miðjumanninum Shinji Kagawa ganga vel og flest bendir til þess að hann verði orðinn leikmaður Man. Utd fljótlega.
Þessi 23 ára leikmaður á enn eftir að semja við United um kaup og kjör en hann mun gera það er United nær samkomulagi við Dortmund.
United mun kaupa leikmanninn á um 12 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað í 17 milljónir ef vel gengur og leikmaðurinn spilar mikið.
"Við erum búnir að ná samkomulagi um ákveðin atriði," sagði Michael Zorc, framkvæmdastjóri Dortmund.
Kagawa færist nær Man. Utd

Mest lesið






Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs
Enski boltinn


Aurier í bann vegna lifrarbólgu
Fótbolti

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn
