Allir í góðum fíling á þessari opnun 17. nóvember 2012 18:00 Myndir/Kristinn Svanur Jónsson Fyrsta yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur var opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Yfirskrift sýningarinnar er: Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið gott.Á rúmlega fjörutíu ára ferli sínum hefur Ragnheiður skilað drjúgu lífsverki, sem lifir í myndhugsun Íslendinga. Eftir að hefja feril sinn sem listmálari var hún meðal frumherja í flokki þeirra sem settu grafíklistina í öndvegi í íslenskum listheimi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Ýmsar túlkanir hennar úr hversdagleikanum urðu að táknmyndum samtímans, einkum á sviði kvennabaráttunnar og þeirrar umræðu um sjálfsvitund einstaklingsins, sem varð áberandi í umræðu vestrænna þjóða á þessum tíma.Hróður Ragnheiðar barst víða um lönd með þátttöku hennar í fjölda samsýninga, og grafíkverk hennar er að finna í ýmsum erlendum söfnum, allt frá Færeyjum til Egyptalands, auk þess sem verk hennar eru í fjölda safna á Íslandi.Um 1990 tók Ragnheiður að hverfa á vit teikningarinnar í listsköpun sinni, þar sem frjálslegt línuspil á stórum myndflötum skapar fjölbreytt mynstur og flæði, sem má hverfa inn í og fylgja eftir um sviðið.Frá þeim tíma hafa teikningarnar verið kjarninn í myndheimi Ragnheiðar. Í stórum teikningum, sem gjarna eru skapaðar í flokkum, má nema kjarna tilverunnar, iður og strauma lofts, láðs og lagar, sem einkenna náttúruna í sinni smæstu jafnt sem stærstu mynd, og fylla hugi áhorfandans í túlkun listakonunnar. Sýning Ragnheiðar stendur til 20. janúar 2013. Sýningarstjóri er Eiríkur Þorláksson.Taktu þátt í gjafaleiknum okkar á Facebook. Skroll-Lífið Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fyrsta yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur var opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Yfirskrift sýningarinnar er: Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið gott.Á rúmlega fjörutíu ára ferli sínum hefur Ragnheiður skilað drjúgu lífsverki, sem lifir í myndhugsun Íslendinga. Eftir að hefja feril sinn sem listmálari var hún meðal frumherja í flokki þeirra sem settu grafíklistina í öndvegi í íslenskum listheimi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Ýmsar túlkanir hennar úr hversdagleikanum urðu að táknmyndum samtímans, einkum á sviði kvennabaráttunnar og þeirrar umræðu um sjálfsvitund einstaklingsins, sem varð áberandi í umræðu vestrænna þjóða á þessum tíma.Hróður Ragnheiðar barst víða um lönd með þátttöku hennar í fjölda samsýninga, og grafíkverk hennar er að finna í ýmsum erlendum söfnum, allt frá Færeyjum til Egyptalands, auk þess sem verk hennar eru í fjölda safna á Íslandi.Um 1990 tók Ragnheiður að hverfa á vit teikningarinnar í listsköpun sinni, þar sem frjálslegt línuspil á stórum myndflötum skapar fjölbreytt mynstur og flæði, sem má hverfa inn í og fylgja eftir um sviðið.Frá þeim tíma hafa teikningarnar verið kjarninn í myndheimi Ragnheiðar. Í stórum teikningum, sem gjarna eru skapaðar í flokkum, má nema kjarna tilverunnar, iður og strauma lofts, láðs og lagar, sem einkenna náttúruna í sinni smæstu jafnt sem stærstu mynd, og fylla hugi áhorfandans í túlkun listakonunnar. Sýning Ragnheiðar stendur til 20. janúar 2013. Sýningarstjóri er Eiríkur Þorláksson.Taktu þátt í gjafaleiknum okkar á Facebook.
Skroll-Lífið Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira