Fótbolti

Advocaat elur upp næsta þjálfara PSV

Dick Advocaat.
Dick Advocaat.
Hinn 64 ára gamli Dick Advocaat hefur skrifað undir eins árs samning við hollenska félagið PSV Eindhoven. Hann mun nota árið til þess að ala upp framtíðarþjálfara félagsins.

Advocaat er þjálfari rússneska landsliðsins en tekur við PSV eftir EM í sumar. Hann verður með þá Philip Cocu og Ernest Faber í læri næsta vetur og annar þeirra fær svo þjálfarastarfið.

Cocu hefur þegar mátað á sig aðalþjálfarastarfið en hann tók við liðinu í mars en hefur viðurkennt að hann sé ekki tilbúinn að verða aðalþjálfari.

Advocaat stýrði PSV árin 1995 til 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×