Fótbolti

Ferguson: Rio mun ekki höndla leikjaálagið á EM

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur efasemdir um að varnarmaðurinn Rio Ferdinand geti höndlað það að taka þátt í öllum leikjum Englands á EM.

Ferdinand hefur glímt við bakmeiðsli lengi og Ferguson óttast að bakið á honum höndli ekki leikjaálagið.

England gæti spilað allt að sex leiki á 21 degi ef það fer alla leið á mótinu.

"Það er nánast spilað á fjögurra daga fresti. Rio Ferdinand getur það ekki," sagði Ferguson.

Roy Hodgson landsliðsþjálfari á svo enn eftir að ræða við Rio og John Terry um hvort þeir geti spilað saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×