Fótbolti

Leikmaður Stabæk fannst látinn á byggingarsvæði

Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló.
Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló.
Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló. Hans hafði verið saknað frá því á laugardagsmorgun eftir að hann yfirgaf heimili bróður síns.

„Það er með sorg í hjarta sem okkur berast þær fréttir að Tor Marius sé látinn. Við sendum okkar hlýjustu hugsanir til fjölskyldu hans," segir á heimasíðu Stabæk. Þar kemur fram að minningarathöfn um Gromstad fari fram síðar í dag.

Hátt fall virðist hafa orsakað dauða Gromstad en lögreglan í Osló telur að andlátið hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Fjölskylda og vinir hafa leitað af Gromstad alla helgina en án árangurs.

Gromstad kom til Stabæk frá FK Arnedal árið 2007. Íslenski knattspyrnumaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson leikur með Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×