Fótbolti

Carvalho og Bosingwa komast ekki í EM-hóp Portúgala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fyrir leikinn við Ísland í undankeppninni á Laugardalsvellinum.
Cristiano Ronaldo fyrir leikinn við Ísland í undankeppninni á Laugardalsvellinum. Mynd/Anton
Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgala, hefur valið 23 manna hóp fyrir Evrópumótið í fótbolta í sumar þar sem að liðið er í dauðariðlinum með Danmörku, Hollandi og Þýskalandi. Sextán af leikmönnunum spila annaðhvort á Spáni eða í Portúgal.

„Það kæmi ekki á óvart ef að verðandi Evrópumeistarar kæmu úr þessum riðli. Við höfum eitt ákveðið markmið og það er að komast í átta liða úrslitin og reyna síðan að fara eins langt og mögulegt er," sagði Paulo Bento.

Það vekur vissulega athygli að það er ekki pláss fyrir reynsluboltana Ricardo Carvalho (Real Madrid) og José Bosingwa (Chelsea) en Bento velur aftur á móti Braga-tvíeykið Custodio Castro og Miguel Lopes sem og hinn tvítuga sóknarmann Benfica, Nelson Oliveira, sem lék sinn fyrsta landsleik í febrúar.

Stærstu nöfnin í hópnum eru Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Fábio Coentrão (Real Madrid), Pepe (Real Madrid), Raul Meireles (Chelsea) og Nani (Manchester United).



EM-hópur Portúgala:

Markmenn: Rui Patricio (Sporting), Eduardo (Benfica), Beto (Cluj)

Varnarmenn: Joao Pereira (Sporting), Bruno Alves (Zenit St Petersburg), Fabio Coentrao (Real Madrid), Pepe (Real Madrid), Ricardo Costa (Valencia), Rolando (Porto), Miguel Lopes (Braga)

Miðjumenn: Carlos Martins (Granada), Joao Moutinho (Porto), Miguel Veloso (Genoa), Raul Meireles (Chelsea), Ruben Micael (Zaragoza), Custodio (Braga)

Sóknarmenn: Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Hugo Almeida (Besiktas), Helder Postiga (Zaragoza), Nani (Manchester United), Nelson Oliveira (Benfica), Ricardo Quaresma (Besiktas), Silvestre Varela (Porto)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×