Innlent

Breytingar á Veiðivísi

Veiðimenn svala þorstanum við Brúará síðasta haust.
Veiðimenn svala þorstanum við Brúará síðasta haust. Mynd/Trausti
Aukinn kraftur verður settur í umfjöllun um veiði á Veiðivísi frá og með deginum í dag.

Fjórir blaðamenn hafa verið fengnir til að sinna vefnum. Þetta eru þeir Garðar Örn Úlfarsson (gar@frettabladid.is), Kristján Hjálmarsson (kristjan@frettabladid.is), Svavar Hávarðsson (svavar@frettabladid.is) og Trausti Hafliðason (trausti@frettabladid.is).

Þeir félagar hafa meðal annars skrifað um veiði í Fréttablaðið undanfarin misseri og munu reyndar halda því áfram.

Hafi menn ábendingar um skemmtilegar veiðifréttir þá endilega sendið einhverjum blaðamannanna tölvupóst.


Tengdar fréttir

Veiddu sjóbirtinga í Skjálfandafljóti

Þrír sjóbirtingar veiddust í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á sem selur laxveiðileyfi í fljótið í sumar, fór þangað í smá vísindaleiðangur fyrir rúmri viku síðan.

Bubbi: Geggjað fyrir börnin

Bubbi Morthens þekkir Meðalfellsvatn betur en flestir enda alinn upp á bökkum þess og sem drengur veiddi hann með föður sínum og bræðrum silung í matinn.

Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk

Veiðimaðurinn kunni Nils Folmer Jörgensen landaði 18 punda urriða í Minnivallalæk um helgina. "Hvílíkt skrímsli sem lá þarna í háfnum," segir Nils.

Veiði hefst í fjölda vatna í dag

Á meðal þeirra vatna sem opna í dag eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu eins og Þingvallavatn og Úlfljótsvatn.

Fjórtán ára afastrákur með veiðidellu

Ómar Smári Óttarsson er 14 ára Hafnfirðingur með veiðidellu á háu stigi, sem er gott. Hann byrjaði að veiða þegar hann var fjögurra eða fimm ára og hefur hnýtt flugur í þrjú ár.

Tailor er ein besta vatnaflugan

Tailor er ein af betri vatnaflugum landsins sem hefur fallið í skuggann af öllum þyngdu vinil-rib kúluhausunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×