Innlent

Innbrot í raftækjaverslun og nokkur fíkniefnamál í nótt

Brotist var inn í raftækjaverslun í borginni um fjögur leitið í nótt. Þegar lögregla var á leið á vettvang, stöðvaði hún bíl, sem var á leið af vettvangi, og fannst þýfi í honum.

Þrír menn, sem voru í bílnum voru allir handteknir auk þess sem ökumaður er gruðaður um fíkniefnaakstur. Fyrr um nóttina voru tveir ökumenn teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs.

Þá hafði lögregla afskipti af manni í Kópavogi vegna gruns um vörslu fíkniefna og fannst kannabis á honum.

Fíkniefni komu líka við sögu þegar lögregla handtók erelndan ríkisborgara fyrir búðarhnupl um kvöldmatarleitið. Við húsleit heima hjá honum fannst lítilræði af fíkniefnum og þýfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×