Innlent

Tvær þyrlur sóttu skipverja af rússneskum togara

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu til Reykjavíkur laust fyrir klukkan hálf átta eftir leiðangur út í rússneskan togara djúpt suðvestur af landinu í morgun, þangað sem þær sóttu veikan sjómann. 

Beiðni um aðstoð barst frá togaranum í gær, en þá var hann staddur 260 mílur undan landi. Vegna tugumálaörðugleika varð að kalla til túlk í stjórnstöð Gæslunnar.

Eftir að í ljós kom að maðruinn var ekki lífshættulega veikur, var sammælst um þessa tilhögun.

Veður var gott á slóðum togarans og gekk allt að óskum. Önnur þyrlan lenti með Rússann við Borgarspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×