Innlent

Strandveiðibátar streyma áfram á miðin

Strandveiðibátarnir streyma nú til veiða í hundraða tali líkt og í gærmorgun, fyrsta dag strandveiðanna.

Aðeins einn bátur þurfti aðstoð í gær eftir að hann fékk í skrúfuna. Björguanrskip frá Grundarfirði dró hann í land. Landsbjörg er í viðbragðsstöðu um allt land, tilbúin til aðstoðar ef eitthvað bjátar á.

Aflabrögð voru yfirleitt góð i gær, eftir þvi sem Fréttastofan kemst næst, og voru sumir bátar komnir í land um eða upp úr hádegi með dagskammtinn, sem er 750 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×