Innlent

Skreið eftir Reykjanesbrautinni

Nammi, namm.
Nammi, namm. mynd/lögreglan
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vörubifreið á Reykjanesbrautinni í dag vegna óviðunandi frágangs á farmi, eins og sjá má myndinni hér til hliðar. Rekja mátti skreiðarslóðina eftir bifreiðina á Reykjanesbrautinni og hefði þurft að gera betur í að tryggja að farmurinn félli ekki af.

„Vegna þessa er rétt að rifja upp 73. gr. umferðarlaga en þar segir m.a. um hleðslu ökutækja; Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal ennfremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana," segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×