Gulla í LA: Ég sakna alltaf Íslands 20. apríl 2012 11:30 mynd/edward duarte Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins. Gulla hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Hún er staðráðin í að láta drauma sína rætast en þeir eru að byggja skýjakljúf, kirkju og risastórt listasafn. Hvað hefur þú búið lengi í Los Angeles og af hverju í ósköpunum fluttir þú þangað? Ég hætti að telja eftir fimmtán ár en ég er búin að vera hér í rúmlega tuttugu ár. Ég flutti hingað til þess að læra arkitektúr við vel virtan skóla sem heitir SCI-Arc. Núna bý ég í Vestur-Hollywood sem er að vissu leyti hjarta borgarinnar því það er mitt á milli Beverly Hills og Hollywood. Hverfið er skemmtilegt og hér eru margir af bestu veitingastöðunum og verslununum. Ég féll fyrir byggingunni sem ég bý í, sem er frönsk í útliti og karakter og mjög sjarmerandi.Hvenær og af hverju ákvaðst þú að læra arkitektúr? Eftir MR var ég ekki alveg ákveðin og var jafnvel að spá í að fara í læknisfræði. En arkitektúr var í rauninni mitt áhugamál svo ég ákvað að vinna hjá húsameistara ríkisins í smá tíma og athuga hvort þetta væri virkilega það sem ég vildi. Ég var líka smituð af arkitektúr og listum frá því að vera krakki á Ítalíu, sérstaklega í Flórens og afi minn var listamaður og ég sat með honum oft og teiknaði þannig að hönnun er í rauninni bara partur af mér.Saknar fjölskyldunnar heima á ÍslandiSaknar þú Íslands? Já, ég sakna alltaf Íslands og þá sérstaklega fjölskyldunnar, vina og náttúrunnar. Annars hef ég komið nokkuð oft heim undanfarið því móðir mín hefur verið veik en er nú á bataleið sem betur fer. Ég reyni að nota tækifærið og skreppa í Bláa lónið á leiðinni út á flugvöll þar sem líður úr mér öll streita áður en ég fer í flug. Núna síðast fór ég á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og var enn á ný alveg heilluð af hversu kraftmikil náttúran er á Íslandi. Ég var líka mjög hrifin af matnum eftir að hafa farið á nokkra veitingastaði í Reykjavík. Maturinn er frábær og framúrstefnulegur finnst mér. Svo er það vatnið og tæra loftið sem er alveg einstakt á Íslandi. Mér líður alltaf vel á Íslandi og vil helst alltaf vera lengur þegar ég kem heim.Hver er munurinn á Kaliforníu og Íslandi þegar kemur að því að starfa sem arkitekt? Ég held það sé aðallega hitastigið og einangrun fyrir byggingar, annars getur arkitektúr verið eins hvar sem er i heiminum.Nú hannaðir þú sviðsmynd RFF (Reykjavík Fashion Festival) á Íslandi í ár – hvernig kom það til? Ég hef áhuga á tísku og á mikið af vinum í tískuiðnaðinum. Edda Guðmundsdóttir, stílisti í New York, kom þeirri hugmynd af stað með RFF að ég myndi hanna sviðið. Mér finnst gaman að styrkja íslenska hönnun og er mjög stolt af því að vera með RFF. Sýningin og allt í kringum hana var að öllu leyti mjög vel staðið að og margt til lagt. Ég get ekki annað sagt en að ég var mjög stolt af þeim stelpum sem tóku þátt í þessu og þá sérstaklega Sæju og Sirrý sem voru mér innan handar og sáu um að búa til sviðið sem var allt handgert úr íslenskum lopa. Tónlistin var frábær á öllum sýningunum og líka sérstaklega gaman að fá að hafa sýninguna í Hörpunni. Það kom þangað mikið af fólki sem hafði virkilegan áhuga á því að styrkja hönnun sem er mikilvægt fyrir þjóðfélagið.Opnar hjartað fyrir ástinni Ertu ástfangin? Nei. Ekki eins og er.Langar þig að verða mamma einhvern daginn? Já.En ertu tilbúin að hleypa manni inn í líf þitt og hvaða kosti þarf hann að bera? Já, loksins er ég tilbúin. Hann má hafa fullt af góðum kostum en hann má bara ekki hafa galla. Þetta er sagt í gríni að sjálfsögðu. Snýst þetta ekki allt um „chemistry" og að tengjast annarri manneskju og það er ekki auðvelt að finna.Dreymir spennandi verkefniÁttu þér uppáhalds hönnuði? Já, ég er sérstaklega hrifin af arkitektunum Santiago Callatrava, Zaha Hadid, Tadao Ando, Oscar Niemeyer, Herzog de Meuron og listamanninum Richard Serra.Draumaverkefni þitt? Stórt listasafn, kirkja og skýjakljúfur.Að hverju ertu að vinna þessa dagana? Ég er með fimmtán verkefni í gangi. Bæði arkitektúr og innanhússhönnun og ég er að koma af stað húsgagnalínu. Ég er með verkefni sem er einbýlishús í Malibu. Þar er ég að sérhanna öll húsgögn fyrir allt húsið sem kúnninn byggði utan um listasafnið sitt. Þetta gefur mér tækifæri til að láta búa til frumgerðir af húsgagnalínunni minni sem kemur út eftir tvo mánuði.Hver er hápunktur ferils þíns? Hann er alls ekki kominn enn þá. Ég er rétt að byrja.Ef við horfum fram á við. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Umvafin fjölskyldu og vinum að mála málverk í húsinu mínu með vínakrinum á Ítalíu, nýbúin að byggja minn fyrsta skýjakljúf og loksins komin með einn sumarbústað einhvers staðar uppi í hrauni á Íslandi. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Takk.Gulla er yfirhönnuður og eigandi arkitektastofunnar G+ Gulla Jonsdottir Design. RFF Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins. Gulla hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Hún er staðráðin í að láta drauma sína rætast en þeir eru að byggja skýjakljúf, kirkju og risastórt listasafn. Hvað hefur þú búið lengi í Los Angeles og af hverju í ósköpunum fluttir þú þangað? Ég hætti að telja eftir fimmtán ár en ég er búin að vera hér í rúmlega tuttugu ár. Ég flutti hingað til þess að læra arkitektúr við vel virtan skóla sem heitir SCI-Arc. Núna bý ég í Vestur-Hollywood sem er að vissu leyti hjarta borgarinnar því það er mitt á milli Beverly Hills og Hollywood. Hverfið er skemmtilegt og hér eru margir af bestu veitingastöðunum og verslununum. Ég féll fyrir byggingunni sem ég bý í, sem er frönsk í útliti og karakter og mjög sjarmerandi.Hvenær og af hverju ákvaðst þú að læra arkitektúr? Eftir MR var ég ekki alveg ákveðin og var jafnvel að spá í að fara í læknisfræði. En arkitektúr var í rauninni mitt áhugamál svo ég ákvað að vinna hjá húsameistara ríkisins í smá tíma og athuga hvort þetta væri virkilega það sem ég vildi. Ég var líka smituð af arkitektúr og listum frá því að vera krakki á Ítalíu, sérstaklega í Flórens og afi minn var listamaður og ég sat með honum oft og teiknaði þannig að hönnun er í rauninni bara partur af mér.Saknar fjölskyldunnar heima á ÍslandiSaknar þú Íslands? Já, ég sakna alltaf Íslands og þá sérstaklega fjölskyldunnar, vina og náttúrunnar. Annars hef ég komið nokkuð oft heim undanfarið því móðir mín hefur verið veik en er nú á bataleið sem betur fer. Ég reyni að nota tækifærið og skreppa í Bláa lónið á leiðinni út á flugvöll þar sem líður úr mér öll streita áður en ég fer í flug. Núna síðast fór ég á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og var enn á ný alveg heilluð af hversu kraftmikil náttúran er á Íslandi. Ég var líka mjög hrifin af matnum eftir að hafa farið á nokkra veitingastaði í Reykjavík. Maturinn er frábær og framúrstefnulegur finnst mér. Svo er það vatnið og tæra loftið sem er alveg einstakt á Íslandi. Mér líður alltaf vel á Íslandi og vil helst alltaf vera lengur þegar ég kem heim.Hver er munurinn á Kaliforníu og Íslandi þegar kemur að því að starfa sem arkitekt? Ég held það sé aðallega hitastigið og einangrun fyrir byggingar, annars getur arkitektúr verið eins hvar sem er i heiminum.Nú hannaðir þú sviðsmynd RFF (Reykjavík Fashion Festival) á Íslandi í ár – hvernig kom það til? Ég hef áhuga á tísku og á mikið af vinum í tískuiðnaðinum. Edda Guðmundsdóttir, stílisti í New York, kom þeirri hugmynd af stað með RFF að ég myndi hanna sviðið. Mér finnst gaman að styrkja íslenska hönnun og er mjög stolt af því að vera með RFF. Sýningin og allt í kringum hana var að öllu leyti mjög vel staðið að og margt til lagt. Ég get ekki annað sagt en að ég var mjög stolt af þeim stelpum sem tóku þátt í þessu og þá sérstaklega Sæju og Sirrý sem voru mér innan handar og sáu um að búa til sviðið sem var allt handgert úr íslenskum lopa. Tónlistin var frábær á öllum sýningunum og líka sérstaklega gaman að fá að hafa sýninguna í Hörpunni. Það kom þangað mikið af fólki sem hafði virkilegan áhuga á því að styrkja hönnun sem er mikilvægt fyrir þjóðfélagið.Opnar hjartað fyrir ástinni Ertu ástfangin? Nei. Ekki eins og er.Langar þig að verða mamma einhvern daginn? Já.En ertu tilbúin að hleypa manni inn í líf þitt og hvaða kosti þarf hann að bera? Já, loksins er ég tilbúin. Hann má hafa fullt af góðum kostum en hann má bara ekki hafa galla. Þetta er sagt í gríni að sjálfsögðu. Snýst þetta ekki allt um „chemistry" og að tengjast annarri manneskju og það er ekki auðvelt að finna.Dreymir spennandi verkefniÁttu þér uppáhalds hönnuði? Já, ég er sérstaklega hrifin af arkitektunum Santiago Callatrava, Zaha Hadid, Tadao Ando, Oscar Niemeyer, Herzog de Meuron og listamanninum Richard Serra.Draumaverkefni þitt? Stórt listasafn, kirkja og skýjakljúfur.Að hverju ertu að vinna þessa dagana? Ég er með fimmtán verkefni í gangi. Bæði arkitektúr og innanhússhönnun og ég er að koma af stað húsgagnalínu. Ég er með verkefni sem er einbýlishús í Malibu. Þar er ég að sérhanna öll húsgögn fyrir allt húsið sem kúnninn byggði utan um listasafnið sitt. Þetta gefur mér tækifæri til að láta búa til frumgerðir af húsgagnalínunni minni sem kemur út eftir tvo mánuði.Hver er hápunktur ferils þíns? Hann er alls ekki kominn enn þá. Ég er rétt að byrja.Ef við horfum fram á við. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Umvafin fjölskyldu og vinum að mála málverk í húsinu mínu með vínakrinum á Ítalíu, nýbúin að byggja minn fyrsta skýjakljúf og loksins komin með einn sumarbústað einhvers staðar uppi í hrauni á Íslandi. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Takk.Gulla er yfirhönnuður og eigandi arkitektastofunnar G+ Gulla Jonsdottir Design.
RFF Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira