Innlent

Ölvaður klessti á ljósastaur þegar hann skipti um stöð

Umferðaróhapp varð á Kringlumýrarbraut í Fossvogi um klukkan hálf tvö í dag en starfsmenn árekstur.is fengu tilkynningu frá manni sem sagðist hafa ekið á ljósastaur þegar hann var að stilla útvarpið á bílnum sínum.

Þegar þeir komu á vettvang fannst greinilega áfengislykt af manninum og var því umsvifalaust haft samband við lögregluna sem kom á vettvang. Maðurinn, sem er í kringum tvítugt, var látinn blása og reyndist hann hafa farið aðeins of snemma af stað eftir gleðskap næturinnar.

Bílinn er töluvert skemmdur og slapp ökumaðurinn ómeiddur.

Starfsmenn árekstur.is eru flestir fyrrverandi lögreglumenn og vinna í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þegar tilkynningar um umferðaróhöpp berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×