Innlent

Gera æfingar á Austurvelli

Falun Gong á Austurvelli
Falun Gong á Austurvelli Mynd/Egill
Meðlimir í Falun Gong eru nú á Austurvelli að gera æfingar í tilefni af heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, en þeir eru að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Gott veður er í miðborginni og eru margir sem sitja á Austurvelli og njóta veðurblíðunnar.

Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn.

Hart var tekið á Falun Gong þegar þeir komu fyrir áratug og var þeim nánast haldið í stofufangelsi í Njarðvíkurskóla.

Forsætisráðherran er staddur á Suðurlandi í dag þar sem hann hefur meðal annars skoðað Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Síðdegis mun hann skoða Heillisheiðarvirkjun með Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×