Fótbolti

Sunnudagsmessan: Bolton í frjálsu falli | Owen Coyle er gamaldags

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton eru í bullandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með 30 stig og miklar líkur á því að liðið falli. Bolton var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær.

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna. Böðvar Bergsson var gestur þáttarins en hann er dyggur stuðningsmaður Bolton og hann er sjálfur frekar svartsýnn á að liðið haldi sér upp í úrvalsdeildinni.

Owen Coyle knattspyrnustjóri Bolton fær ekki háa einkunn hjá Böðvari sem telur að starfsaðferðir Coyle séu gamaldags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×