Fótbolti

Gylfi orðaður við Englandsmeistaralið Manchester United

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Getty Images / Nordic Photos
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur vakið gríðarlega athygli á þessu ári sem leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi er lánsmaður hjá Swansea en hann er samningsbundinn þýska liðinu Hoffenheim.

Enskir fjölmiðlar skrifa fjölmargar fréttir á hverjum degi og í dag greinir Guardian frá því að Englandsmeistaralið Manchester United hafi áhuga á að fá Gylfa í sínar raðir.

Fjölmiðlar á Englandi telja að Hoffenheim vilji fá 10 milljónir punda fyrir Gylfa eða sem nemur 2 milljörðum kr.

Guardian greinir einnig frá því að Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool og Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hafi einnig mikinn áhuga á Gylfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×