Fótbolti

Gunnar frá í 4-6 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Már í leik með Þór síðastliðið sumar.
Gunnar Már í leik með Þór síðastliðið sumar. Mynd/Anton
Gunnar Már Guðmundsson mun missa af upphafi Pepsi-deildar karla með liði sínu, ÍBV, þar sem hann þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hné.

Gunnar Már meiddist fyrr í vetur þegar hnéskel hans brotnaði. Hún greri hins vegar vitlaust saman og þarf hann því í aðgerð, eftir því sem fram kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.

Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson eru einnig frá og óvíst hvenær þeir muni snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Það kemur þó fram í fréttinni að von sé á þeim Tonny Mawejje og Ragnari Leóssyni á næstu dögum og að þeir geti þá byrjað að æfa með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×