Innlent

Framkvæmdastjórn ESB fær aðild að Icesave-málinu

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg hefur orðið við beiðni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að fá að ganga inn í mál ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gegn Íslandi vegna Icesave reikninga Landsbankans.

Framkvæmdastjórnin óskaði eftir meðaðild í lok mars og í gær úrskurðaði dómstólinn á þá leið að framkvæmdastjórninni væri heimilt að taka þátt í málarekstrinum og fá aðgang að öllum málskjölum.

Undir úrskurðinn rita Carl Baudenbacher forseti EFTA-dómstólsins og Skúli Magnússon dómritari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×