Innlent

Fjölskylduhjálpin heiðrar sjálfboðaliða

Á myndinni eru f.v. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Ásgeir Örn Þórðarson og Inga Björk Auðardóttir sjálfboðaliðar ársins 2011 og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Andrés Zoran Ivanovic sjálfboðaliði tók myndina.
Á myndinni eru f.v. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Ásgeir Örn Þórðarson og Inga Björk Auðardóttir sjálfboðaliðar ársins 2011 og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Andrés Zoran Ivanovic sjálfboðaliði tók myndina.
Þau Ásgeir Örn Þórðarson og Inga Björk Auðardóttir voru heiðruð síðastliðinn sunnudag fyrir störf sín hjá Fjölskylduhjálp Íslands og útnefnd Sjálfboðaliðar ársins 2011. Ásgeir Örn og Inga Björk fengu fallegar viðurkenningarstyttur og glæsilegar ávaxtakörfur sem Bananar hf. gáfu.

„Var þeim þökkuð vel unnin og góð störf í þágu þeirra sem minna mega sín í okkar þjóðfélagi. Sjálfboðaliðar eru þjóðfélaginu mikilvægir hér á landi sem nokkurs konar stuðningur við velferðarkerfið," segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp. „Mikill auður felst í þeim stóra hópi sem gefur af sér í þágu lítilmagnans ár eftir ár hér á landi. Eru slík samtök oft á tíðum í nánari tengsl við borgarana og eru sveigjanlegri en stórar stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Fjölskylduhjálp Íslands hefur á að skipa 50 sjálfboðaliða sem allir mæta að meðaltali einu sinni í viku til starfa í Reykjavík og á Reykjanesi. Árlega eru sjálfboðaliðar heiðraðir hjá Fjölskylduhjálp Íslands og að þessu sinni voru þeir tveir."

Á myndinni sem hér fylgir eru f.v. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Ásgeir Örn Þórðarson og Inga Björk Auðardóttir sjálfboðaliðar ársins 2011 og þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Sjálfboðaliðar ársins fengu fallegar viðurkenningastyttur og glæsilega ávaxtakörfur sem Bananar h.f. gáfu. Andrés Zoran Ivanovic sjálfboðaliði tók myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×