Innlent

Jóhanna hvatti Kínverja til að láta af dauðarefsingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir ræddi dauðarefsingar við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Jóhanna Sigurðardóttir ræddi dauðarefsingar við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Jóhanna Sigurðardóttir hvatti Kínverja til þess að láta af dauðarefsingum þegar hún ræddi við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í opinberri heimsókn hans hér á dögunum. Þetta segist hún hafa rætt við forsætisráðherrann á fundi þeirra tveggja en hún geti ekki farið ítarlega út í það sem fram kom á fundinum. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði Jóhönnu út í málið á Alþingi í dag.

„Ég tók upp dauðarefsingar á þessum fundi en ég get ekki farið í tarlega í það," sagði Jóhanna, sem segist einnig hafa tekið upp mannréttindamál sem hafi verið rædd hér á Alþingi. „Ég ræddi það sem við leggjum áherslu á í mannrettiindamálum. Ég lagði áherslu á það sem við viljum fá breytt í mannréttindamálum í Kína," segir Jóhanna.

Þór Saari þakkaði Jóhönnu fyrir allgóð svör en sagði að þau væru ekki nægilega nákvæm. „Dauðarefsingar og aftökur eru með því viðurstyggilegasta sem stjórnvöld í hverju landi geta tekið sér fyrir hendur," segir Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×