Landspítalinn kominn að þolmörkum 24. apríl 2012 19:00 Níu milljörðum minna er varið til reksturs Landspítalans en árið 2007 en verkefnum starfsfólks hefur fjölgað. Eitthvað hlýtur að láta undan ef gengið veður lengra segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans. Björn kynnti í dag ársskýrslu spítalans en í henni kemur meðal annars fram að annað árið í röð tókst spítalanum að skila rekstarafgangi upp á um fimm milljónir. Það eru reyndar 0,01 prósent af rekstrarfé spítalans og má því segja að nákvæmnin sé ansi mikil. Þetta tókst jafnvel þótt enn hafi verið skorið niður í framlögum til spítalans, enn hafi aðföng hækkað í verði og jafnvel þótt umfang starfseminnar hafi aukist en laun starfsmanna hækkuðu vegna kjarasamninga og St. Jósefsspítali sameinaðist spítalanum. „Við náðum þessu með mörgum breytingum þriðja árið í röð. Við höfum verið mjög skapandi í hugsun um það sem mætti breyta svo við gætum haldið uppi þjónustu og öryggi. Og það er afrek hjá starfsfólkinu að ná þessu og það er einnig afrek að sjúklingar hafa staðið með okkur í þessu," segir Björn Zoëga forstjóri Landspítalans. Björn segir að hingað til hafi tekist að hagræða en um leið auka skilvirkni og það án þess að aðgerðirnar hafi bitnað á öryggi sjúklinga. Hann telur þó að ekki megi ganga lengra í sparnaðaraðgerðum gegn spítalanum. Þá muni eitthvað láta undan. „Við treystum á gjafir og höfum gert hingað til en það dugar ekki lengur til," segir Björn. Nefnir hann sem dæmi að tæki sem notað er við geislun í krabbameinsmeðferðum verði ekki endurnýjað oftar. „Það er ekki hægt að fá varahluti í það tæki vegna fjárskorts. Ef það bilar erum við í miklum vandræðum," segir Björn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra sagði algjöran viðsnúning hafa orðið á rekstri Landspítalans á ársfundi Landspítalans í dag. Í ávarpi sem Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri flutti fyrir hönd Guðbjarts þar kom fram að hið ómögulega hefði tekist. „Tvö ár í röð hefur reksturinn verið innan ramma fjárlaga, þrátt fyrir miklar kröfur um hagræðingu og sparnað. Hér hefur ekki verið hvikað frá því markmiði að halda rekstri innan fjárheimilda," sagði Anna Lilja á fundinum. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Níu milljörðum minna er varið til reksturs Landspítalans en árið 2007 en verkefnum starfsfólks hefur fjölgað. Eitthvað hlýtur að láta undan ef gengið veður lengra segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans. Björn kynnti í dag ársskýrslu spítalans en í henni kemur meðal annars fram að annað árið í röð tókst spítalanum að skila rekstarafgangi upp á um fimm milljónir. Það eru reyndar 0,01 prósent af rekstrarfé spítalans og má því segja að nákvæmnin sé ansi mikil. Þetta tókst jafnvel þótt enn hafi verið skorið niður í framlögum til spítalans, enn hafi aðföng hækkað í verði og jafnvel þótt umfang starfseminnar hafi aukist en laun starfsmanna hækkuðu vegna kjarasamninga og St. Jósefsspítali sameinaðist spítalanum. „Við náðum þessu með mörgum breytingum þriðja árið í röð. Við höfum verið mjög skapandi í hugsun um það sem mætti breyta svo við gætum haldið uppi þjónustu og öryggi. Og það er afrek hjá starfsfólkinu að ná þessu og það er einnig afrek að sjúklingar hafa staðið með okkur í þessu," segir Björn Zoëga forstjóri Landspítalans. Björn segir að hingað til hafi tekist að hagræða en um leið auka skilvirkni og það án þess að aðgerðirnar hafi bitnað á öryggi sjúklinga. Hann telur þó að ekki megi ganga lengra í sparnaðaraðgerðum gegn spítalanum. Þá muni eitthvað láta undan. „Við treystum á gjafir og höfum gert hingað til en það dugar ekki lengur til," segir Björn. Nefnir hann sem dæmi að tæki sem notað er við geislun í krabbameinsmeðferðum verði ekki endurnýjað oftar. „Það er ekki hægt að fá varahluti í það tæki vegna fjárskorts. Ef það bilar erum við í miklum vandræðum," segir Björn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra sagði algjöran viðsnúning hafa orðið á rekstri Landspítalans á ársfundi Landspítalans í dag. Í ávarpi sem Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri flutti fyrir hönd Guðbjarts þar kom fram að hið ómögulega hefði tekist. „Tvö ár í röð hefur reksturinn verið innan ramma fjárlaga, þrátt fyrir miklar kröfur um hagræðingu og sparnað. Hér hefur ekki verið hvikað frá því markmiði að halda rekstri innan fjárheimilda," sagði Anna Lilja á fundinum.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira