Innlent

Fréttamaður flaug á hausinn: Prófaði rafknúið hjólabretti

Nemendur í Vélaverkfræði við Háskóla Íslands hafa fundið leiðir til að auka á leti landans og er sjálfvirkur boltakastari á meðal þess sem hefur sprottið úr hugmyndasmiðju þeirra. Hugrún Halldórsdóttir þurfti samt sem áður að hafa örlítið fyrir hlutunum þegar hún fékk að prufukeyra fjarstýrðu hjólabretti í dag.

Ýmis tæki hafa orðið til á námskeiðinu "Tölvustýrður Vélbúnaður", þar á meðal rafknúin golfkerra sem á er að finna, hraðamæli og kúlu og tía skammtara. Nemarnir kalla hana latamanninn.

En nemarnir láta ekki staðar numið þar og hafa búið til draum hjólabrettamannsins - þess lata það er að segja - en það er tryllitæki sem er ljósum prýtt, drifið áfram með rafmagnsmótorum. Fréttamaður fékk að prófa tryllitækið - og datt á rassinn í kjölfarið.

En það voru fleiri tæki skoðuð. Eins og svo oft áður þá er sjón sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×