Innlent

Handhafar kvóta fái nýtingarleyfi til 20 ára

Þingmennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarandóttir hafa lagt fram breytingatillögu við frumvarpið um stjórn fiskveiða.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi handhafar kvóta fái nýtingarleyfi, en þau gangi úr gildi í áföngum á 20 árum og að smám saman verði öll nýtingarleyfi boðin til sölu á kvótaþingi.

Flutningsmenn telja að með þessu móti sé meðal annars búið svo um að ný lög um fiskveiðistjórnun standist þær kröfur sem gerðar eru til slíkra laga, samkvæmt áliti mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna frá því í október árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×