Innlent

Fjárfestar féllu frá tilboði sínu í Perluna

Hópur fjárfesta sem gerði hæsta tilboð í Perluna á Öskjuhlíð hefur fallið frá tilboðinu og segir í yfirlýsingu frá hópnum, sem RÚV greinir frá, að borgaryfirvöld séu að eyðileggja söluferlið.

Þar er vísað til þess að einsýnt virðist að borgaryfirvöld ætli ekki að leyfa neinar framkvæmdir eða byggingar á lóð Perlunnar, en framkvæmdir þar hafi verið forsenda kauptilboðsins. Því til viðbótar standi nú til að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×