Innlent

Stór hluti andvígur fjárfestingum í stóriðju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 47% landsmanna eru andvígir því að lífeyrissjóðurinn þeirra leggi fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju, um 34% eru því hlynntir og um 19% eru hvorki hlynntir né andvígir. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Græna netið, Náttúruverndasamtök Íslands og Landvernd í byrjun apríl. Úrtakið var 1350 manns á landinu öllu, átján ára og eldri sem valdir eru af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall rúm 63%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×