Innlent

HÍ opnar nýjan vef

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskóli Íslands opnaði í dag endurnýjaðan vef þar sem áhersla er lögð á lifandi framsetningu efnis og stóraukin þægindi við námsleit. Með því er komið enn betur til móts við þann mikla fjölda sem kynnir sér námsleiðir og starfsemi Háskóla Íslands á hverjum degi. Vefur Háskóla Íslands er einn sá fjölsóttasti á landinu auk þess að tilheyra þeim sem miðla hvað mestu efni. Vefur Háskóla Íslands fær um 70 þúsund heimsóknir vikulega og kemur allnokkur hluti heimsókna erlendis frá.

Vinna við nýja vefinn hefur staðið yfir frá því í fyrrasumar og við innleiðingu hans hefur bæði verið leitað til sérfræðinga utan háskólans, hagsmunahópa, starfsmanna og tilvonandi nemenda um ábendingar. Þá var vefurinn einnig viðmótsprófaður af SJÁ ehf. Vefurinn kom einstaklega vel út í þeim prófunum enda er leiðarkerfi og viðmót sérstaklega hannað miðað við þarfir ólíkra notenda. Niðurstaðan er því aðgengilegur vefur þar sem hið fjölbreytta nám við allar 25 deildir Háskóla Íslands eru í forgrunni ásamt þeim fjölmörgu rannsóknum sem þar eru stundaðar af kennurum og nemendum. Þá eru viðburðir sem fara fram innan veggja skólans í framlínu en innan hans fara fram á annað þúsund viðburðir árlega sem opnir eru almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×