Innlent

"Niðurskurður hefur haft áhrif á öll svið lögreglunnar"

mynd/Anton Brink
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Landssambandið fundaði um helgina og ályktuðu lögreglumenn að leggja skuli niður Lögregluna í núverandi mynd.

„31. þing Landssambands lögreglumanna leggur til að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd," segir þar.

Snorri ræddi við þáttastjórnendur um afar bága stöðu lögreglumanna hér á landi og útskýrði endanlega niðurstöðu fundarins.

„Á fundinum var staða lögreglunnar hér á landi rædd í kjölfar þess gríðarlega niðurskurðar sem hefur átt sér stað á síðustu árum," segir Snorri. Hann segir að niðurskurðurinn hafi haft afar áhrif á alla starfsemi lögreglunnar.

„Ályktunin er stutt og hnitmiðuð og segir allt sem segja þarf," segir Snorri. „Ef yfirvöld hér á landi hafa ekki efni á að halda úti löggæslu þá geta þau allt eins lagt hana niður."

Snorri segir að lögreglumenn hafi skilning á því ástandi sem skapast hefur í ríkisfjármálum. Þá hafi þessir lögreglumenn staðið sína plikt fyrir framan Alþingi þegar þetta ferli hófst.

„Við vitum vel að þjóðfélag verður ekki rekið án laga og reglna en til þess þarf peninga og mannskap. Niðurskurður síðustu ára hefur orðið til þess að beinagrindin ein er eftir."

Hægt er að hlusta á ítarlegt viðtal við Snorra hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Lögreglumenn vilja leggja niður lögregluna í núverandi mynd

Lögreglumenn vilja að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan langvarandi og mikill niðurskurður sem lögregluembættin hafa þurft að sæta. Lögreglumenn þinguðu um helgina. Ályktun eftir þingið er stutt en einföld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×