Fótbolti

Pardew og Redknapp halda með FC Bayern gegn Chelsea

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham.
Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham. Getty Images / Nordic Photos
Knattpsyrnustjórarnir Alan Pardew hjá Newcastle og Harry Redknapp hjá Tottenham fara ekki leynt með þá skoðun sína að þeir munu báðir halda með þýska liðinu FC Bayern München í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu. Chelsea leikur þar til úrslita og möguleikar Newcastle og Tottenham um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eru úr sögunni nái Chelsea að vinna Meistaradeildina.

Samkvæmt reglugerð um Meistaradeildina fara aðeins þrjú ensk lið í Meistaradeild Evrópu nái Chelsea að vinna Meistaradeildina.

„Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég vonaðist til þess Chelsea vinni Meistaradeildina. Ég vona að FC Bayern vinni, það yrði gott fyrir alla stuðningsmenn Tottenham," sagði Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham.

Newcastle er með 62 stig í fjórða sæti deildarinnar þessa stundina og Tottenham er með 59 stig í fimmta sæti en bæði lið hafa leikið 34 leiki. Arsenal er með 65 stig eftir 35 leiki, og þar fyrir ofan eru Manchester City með 80 og Manchester United með 83 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×