Enski boltinn

Mancini: Man. City er fullkomið lið fyrir Hazard

Man. City er eitt þeirra félaga sem hefur mikinn áhuga á Belganum Eden Hazard hjá franska félaginu Lille. Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur staðfest áhuga sinn á leikmanninum.

"Ég er mjög hrifinn af Hazard. Hann er virkilega góður leikmaður. Ungur og myndi vera frábær í okkar liði,2 sagði Mancini sem fór og skoðaði leikmanninn á dögunum.

"Miðað við hvernig hann spilar þá væri Man. City fullkomið lið fyrir hann. Ég hef fylgst lengi með honum og ég er ekki hissa á því að mörg lið hafi áhuga á honum."

Á meðal þeirra liða eru Man. Utd, Real Madrid og Barcelona. Hazard vill sjálfur komast frá Lille í sumar og félagið ætlar að selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×