Enski boltinn

Dalglish: Milan þarf að ákveða sig hvort liðið vill kaupa Aquilani

Framtíð Ítalans Alberto Aquilani er enn eitt sumarið í uppnámi. Hann er í eigu Liverpool en hefur verið á láni hjá AC Milan í allan vetur. Milan hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort félagið kaupi leikmanninn.

Í lánssamningi Milan og Liverpool er klausa sem hljóðar upp á að ef Aquilani spilar 25 leiki fyrir félagið í vetur verði félagið að kaupa hann á 6 milljónir punda.

Aquilani er búinn að spila 22 leiki fyrir liðið en hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum leikjum sem er augljós vísbending um að Milan sé ekki búið að ákveða að kaupa leikmanninn.

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er opinn fyrir því að nota leikmanninn næsta vetur en hefur skorað á Milan að drífa í því að ákveða hvort það ætli að kaupa miðjumanninn eður ei.

"Við höfum gert allt rétt og boltinn er núna hjá Milan. Ef þeir vilja hann ekki eiga þeir að segja stráknum það. Ef ekki þá er það ekkert vandamál fyrir okkur og hann kemur bara aftur til okkar," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×