Fótbolti

Ancelotti vill fá Suarez í sumar

Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins PSG, er þegar farinn að huga að liðsstyrk fyrir næsta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt áhuga sinn á Luis Suarez, framherja Liverpool.

Menn velta enn fyrir sér hvort Suarez eigi framtíð á Anfield eftir allt sem undan er gengið á þessari leiktíð.

"Við vildum fá hann í janúar og við sjáum hvað setur í sumar," sagði Ancelotti en hann er með fullt veskið af peningum frá hinum nýju eigendum félagsins.

Suarez hefur sjálfur gefið það út að hann vilji vera áfram í herbúðum Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×