Fótbolti

Mikilvægur sigur Montpellier | Fimm stiga forskot á PSG

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Younes Belhanda fagnar marki sínu gegn PSG í febrúar.
Younes Belhanda fagnar marki sínu gegn PSG í febrúar. Nordic Photos / Getty
Montpellier náði í kvöld fimm stiga forskoti á toppi efstu deildar frönsku knattspyrnunnar með 1-0 útisigri á Toulouse.

Það var sókndjarfi miðjumaðurinn Younes Belhanda sem skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu.

Montpellier hafnaði í 14. sæti á síðustu leiktíð og gengi liðsins í vetur komið verulega á óvart enda en liðið aldrei orðið franskur meistar. Liðið tapaði á dögunum gegn Lorient og töldu sumir að liðinu myndi skrika fótur á lokasprettinum í deildinni. Það gerðist þó ekki í kvöld.

Paris Saint-Germain, helsti keppinnautur Montpellier um titilinn, á þó leik til góða. Parísarliðið sækir Lille heim á sunnudagskvöld.

Þá halda ófarir Marseille áfram en liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Lorient í hinum leik kvöldsins. Meistarar ársins 2010 hafa valdið vonbrigðum í vetur í deildinni og sitja í 10. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×