Wigan slátraði Newcastle | Stoke hélt jöfnu gegn Arsenal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2012 00:01 Liðsmenn Wigan höfðu ástæðu til að fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images Wigan heldur áfram ótrúlegu gengi sínu á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni og í dag fékk Newcastle að kenna á því. Nikica Jelavic skoraði tvívegis í 4-0 sigri Everton á Fulham. Þá skildu Stoke og Arsenal jöfn 1-1 auk þess sem Wolves náði í stig í ótrúlegu 4-4 jafntefli gegn Swansea. Wigan 4-0 Newcastle 1-0 Victor Moses (13.), 2-0 Victor Moses (15.), 3-0 Shaun Maloney (36.), 4-0 Franco Di Santo (45.) Leikmenn Wigan halda áfram að framkvæma kraftaverk gegn toppliðunum. Manchester United og Arsenal hafa bæði fengið að kenna á lærisveinum Roberto Martinez undanfarnar vikur og í dag var Newcastle fórnarlambið. Eftir stundarfjórðungsleik var Victor Moses búinn að skora tvívegis og Shaun Maloney og Franco Di Santo bættu við mörkum fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í síðari hálfleik en þrjú mikilvæg stig í hús hjá Wigan. Liðið hefur unnið fjóra af síðustu sjö leikjum sínum og virðist ætla að takast að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni enn eitt árið.Swansea 4-4 Wolves 1-0 Andrea Orlandi (1.), 2-0 Joe Allen (3.), 3-0 Nathan Dyer (15.), 3-1 Steven Fletcher (28.), 4-1 Danny Graham (31.), 4-2 Matthew Jarvis (33.), 4-3 David Edwards (43.), 4-4 Matthew Jarvis (69.) Liðsmenn Swansea og Wolves buðu upp á markaveislu á Liberty-leikvanginum í dag. Heimamenn byrjuðu mun betur. Andrea Orlandi skoraði áður en leikmenn Wolves höfðu komið við boltann og eftir stundarfjórðung var staðan orðin 3-0. Þegar Danny Graham kom Swansea í 4-1 eftir rúmlega hálftíma leik virtist björinn unninn. Annað kom á daginn. Tvö mörk frá Matthew Jarvis og eitt frá David Edwards tryggðu Úlfunum eitt stig sem skiptir þá í raun engu máli. Þeir gátu hins vegar gengið stoltir af velli.Stoke - Arsenal 1-1 1-0 Peter Crouch (10.), 1-1 Robin van Persie (15.) Ef frá er talinn 3-1 sigur tímabilið 2009-2010 gengur Arsenal illa að sækja þrjú stig á Britannia-leikvanginn. Sú varð einnig raunin í dag. Peter Crouch kom heimamönnum yfir snemma leiks en Robin van Persie, sem á dögunum var valinn besti leikmaður deildarinnar af bæði blaðamönnum og leikmönnum, jafnaði metin skömmu síðar eftir undirbúning Tomas Rosicky. Þrátt fyrir tvö töpuð stig styrkti Arsenal stöðu sína í 3. sæti deildarinnar þar sem Newcastle steinlá gegn Wigan.Everton - Fulham 4-0 1-0 Nikica Jelavic (6.), 2-0 Marouane Fellaini (16.), 3-0 Nikica Jelavic (40.), 4-0 Tim Cahill (61.) Króatíski framherjinn Nikica Jelavic heldur áfram að reyndast Everton vel. Kappinn skoraði tvívegis í 4-0 sigri á Fulham en þetta var annar leikurinn í röð þar sem Jelavic skorar tvívegis. Auk þess var þetta annar leikurinn í röð þar sem Everton skorar fjögur mörk. Jelavic hefur nú skorað átta mörk í átta deildarleikjum fyrir Everton en hann kom til liðsins frá Rangers í félagaskiptaglugganum í janúar. Everton styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigri. Liðið hefur fimm stiga forskot á Liverpool sem mætir Norwich síðar í dag.Sunderland - Bolton 2-2 0-1 Kevin Davies (26.), 1-1 Nicklas Bendtner (36.), 2-1 James McClean (55.), 2-2 Kevin Davies (70.) Kevin Davies reyndist hetja Bolton sem náði í stig gegn Sunderland á Ljósvangi. Davies kom Bolton á bragðið í fyrri hálfleik en Daninn Nicklas Bendtner jafnaði fyrir hlé. James McClean kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Kevin Davies skoraði hins vegar ágætt skallamark um miðjan hálfleikinn og tryggði gestunum stig. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton sem náði QPR að stigum en er þó enn í fallsæti sökum lakara markahlutfalls.West Brom - Aston Villa 0-0 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Wigan heldur áfram ótrúlegu gengi sínu á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni og í dag fékk Newcastle að kenna á því. Nikica Jelavic skoraði tvívegis í 4-0 sigri Everton á Fulham. Þá skildu Stoke og Arsenal jöfn 1-1 auk þess sem Wolves náði í stig í ótrúlegu 4-4 jafntefli gegn Swansea. Wigan 4-0 Newcastle 1-0 Victor Moses (13.), 2-0 Victor Moses (15.), 3-0 Shaun Maloney (36.), 4-0 Franco Di Santo (45.) Leikmenn Wigan halda áfram að framkvæma kraftaverk gegn toppliðunum. Manchester United og Arsenal hafa bæði fengið að kenna á lærisveinum Roberto Martinez undanfarnar vikur og í dag var Newcastle fórnarlambið. Eftir stundarfjórðungsleik var Victor Moses búinn að skora tvívegis og Shaun Maloney og Franco Di Santo bættu við mörkum fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í síðari hálfleik en þrjú mikilvæg stig í hús hjá Wigan. Liðið hefur unnið fjóra af síðustu sjö leikjum sínum og virðist ætla að takast að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni enn eitt árið.Swansea 4-4 Wolves 1-0 Andrea Orlandi (1.), 2-0 Joe Allen (3.), 3-0 Nathan Dyer (15.), 3-1 Steven Fletcher (28.), 4-1 Danny Graham (31.), 4-2 Matthew Jarvis (33.), 4-3 David Edwards (43.), 4-4 Matthew Jarvis (69.) Liðsmenn Swansea og Wolves buðu upp á markaveislu á Liberty-leikvanginum í dag. Heimamenn byrjuðu mun betur. Andrea Orlandi skoraði áður en leikmenn Wolves höfðu komið við boltann og eftir stundarfjórðung var staðan orðin 3-0. Þegar Danny Graham kom Swansea í 4-1 eftir rúmlega hálftíma leik virtist björinn unninn. Annað kom á daginn. Tvö mörk frá Matthew Jarvis og eitt frá David Edwards tryggðu Úlfunum eitt stig sem skiptir þá í raun engu máli. Þeir gátu hins vegar gengið stoltir af velli.Stoke - Arsenal 1-1 1-0 Peter Crouch (10.), 1-1 Robin van Persie (15.) Ef frá er talinn 3-1 sigur tímabilið 2009-2010 gengur Arsenal illa að sækja þrjú stig á Britannia-leikvanginn. Sú varð einnig raunin í dag. Peter Crouch kom heimamönnum yfir snemma leiks en Robin van Persie, sem á dögunum var valinn besti leikmaður deildarinnar af bæði blaðamönnum og leikmönnum, jafnaði metin skömmu síðar eftir undirbúning Tomas Rosicky. Þrátt fyrir tvö töpuð stig styrkti Arsenal stöðu sína í 3. sæti deildarinnar þar sem Newcastle steinlá gegn Wigan.Everton - Fulham 4-0 1-0 Nikica Jelavic (6.), 2-0 Marouane Fellaini (16.), 3-0 Nikica Jelavic (40.), 4-0 Tim Cahill (61.) Króatíski framherjinn Nikica Jelavic heldur áfram að reyndast Everton vel. Kappinn skoraði tvívegis í 4-0 sigri á Fulham en þetta var annar leikurinn í röð þar sem Jelavic skorar tvívegis. Auk þess var þetta annar leikurinn í röð þar sem Everton skorar fjögur mörk. Jelavic hefur nú skorað átta mörk í átta deildarleikjum fyrir Everton en hann kom til liðsins frá Rangers í félagaskiptaglugganum í janúar. Everton styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigri. Liðið hefur fimm stiga forskot á Liverpool sem mætir Norwich síðar í dag.Sunderland - Bolton 2-2 0-1 Kevin Davies (26.), 1-1 Nicklas Bendtner (36.), 2-1 James McClean (55.), 2-2 Kevin Davies (70.) Kevin Davies reyndist hetja Bolton sem náði í stig gegn Sunderland á Ljósvangi. Davies kom Bolton á bragðið í fyrri hálfleik en Daninn Nicklas Bendtner jafnaði fyrir hlé. James McClean kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Kevin Davies skoraði hins vegar ágætt skallamark um miðjan hálfleikinn og tryggði gestunum stig. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton sem náði QPR að stigum en er þó enn í fallsæti sökum lakara markahlutfalls.West Brom - Aston Villa 0-0
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira