Enski boltinn

Suarez sá um Norwich og hirti leikboltann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suarez fagnar ásamt Stewart Downing á Carrow Road í dag.
Suarez fagnar ásamt Stewart Downing á Carrow Road í dag. Nordic Photos / Getty
Luis Suarez skoraði þrennu þegar Liverpool vann 3-0 útisigur á Norwich í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Suarez kom gestunum yfir eftir 24. mínútna leik þegar hann sendi boltann glæsilega í netið með vinstri fæti eftir sendingu frá Steven Gerrard.

Hann var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann afgreiddi boltann frábærlega í fjærhornið utarlega úr teignum.

Leikurinn var heldur tíðindalítill ef frá er talin frammistaða Úrúgvæans sem skoraði mark leiksins á 82. mínútu. Þá nýtti hann sér mistök varnarmanns Norwich og sendi boltann af um 50 metra færi yfir John Ruddy í marki Norwich.

Frábær frammistaða hjá Suarez sem fór heim með leikboltann eins og tíðkast.

Liverpool er eftir sigurinn tveimur stigum á eftir Everton sem situr í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×