Aron Einar: Þekkjum undanúrslitin og klárum þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2012 14:07 Aron Einar (lengst til vinstri) og félagar fagna á Selhurst Park í dag. Nordic Photos / Getty Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, var ánægður með sigur sinna manna gegn Crystal Palace í dag. Sigurinn tryggði Cardiff sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni þar sem West Ham verður andstæðingurinn. Aron Einar var í spjalli hjá útvarpsþættinum Fotbolti.net á X-inu skömmu eftir að flautað var af. Hann sagði þetta hafa verið öruggt hjá sínum mönnum í dag þrátt fyrir að vera marki undir í hálfleik gegn Crystal Palace Hefði Cardiff legið gegn Palace og Middlesbrough sigrað Watford hefði draumurinn verið úti. „Við vissum í hálfleik að staðan væri 0-0 hjá Watford og Middlesbrough. Við vorum ekkert að stressa okkur. Vorum rólegir og yfirvegaðir á boltanum vissir um að við myndum setja eitt eða tvö mörk. Við þurftum bara eitt stig enda með miklu betri markatölu en Middlesbrough," sagði Aron Einar. Cardiff mætir West Ham í undanúrslitum í tveimur leikjum en sigurvegarinn tryggir sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley. Aroni Einari líst vel á leikina og segir pressuna á West Ham sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. „Við höfum ekki tapað í tíu leikjum og erum á góðu skriði. Það er oftast þannig að liðin sem koma á siglingu inn í umspilið standa sig vel. En þetta verða tveir erfiðir leikir gegn West Ham sem hefur marga leikmenn í úrvalsdeildarklassa í röðum sínum," segir Aron Einar. Cardiff hefur því sem næst verið áskrifandi að sæti í umspilinu undanfarin ár en ekki tekist að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Aron Einar segir reynslu liðsins úr undanúrslitum í deildabikarnum í vetur koma liðinu vel. „Við höfum spilað í undanúrslitum í ár og vitum hvernig þetta er.“ Cardiff og West Ham hafa hvort unnið sína viðureign liðanna í vetur. West Ham vann sigur í Wales en Kenny Miller skoraði eina mark leiksins þegar Cardiff lagði West Ham í fyrstu umferðinni í haust. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram í kringum næstu helgi. Úrslitaleikurinn verður á Wembley þann 19. maí. Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, var ánægður með sigur sinna manna gegn Crystal Palace í dag. Sigurinn tryggði Cardiff sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni þar sem West Ham verður andstæðingurinn. Aron Einar var í spjalli hjá útvarpsþættinum Fotbolti.net á X-inu skömmu eftir að flautað var af. Hann sagði þetta hafa verið öruggt hjá sínum mönnum í dag þrátt fyrir að vera marki undir í hálfleik gegn Crystal Palace Hefði Cardiff legið gegn Palace og Middlesbrough sigrað Watford hefði draumurinn verið úti. „Við vissum í hálfleik að staðan væri 0-0 hjá Watford og Middlesbrough. Við vorum ekkert að stressa okkur. Vorum rólegir og yfirvegaðir á boltanum vissir um að við myndum setja eitt eða tvö mörk. Við þurftum bara eitt stig enda með miklu betri markatölu en Middlesbrough," sagði Aron Einar. Cardiff mætir West Ham í undanúrslitum í tveimur leikjum en sigurvegarinn tryggir sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley. Aroni Einari líst vel á leikina og segir pressuna á West Ham sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. „Við höfum ekki tapað í tíu leikjum og erum á góðu skriði. Það er oftast þannig að liðin sem koma á siglingu inn í umspilið standa sig vel. En þetta verða tveir erfiðir leikir gegn West Ham sem hefur marga leikmenn í úrvalsdeildarklassa í röðum sínum," segir Aron Einar. Cardiff hefur því sem næst verið áskrifandi að sæti í umspilinu undanfarin ár en ekki tekist að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Aron Einar segir reynslu liðsins úr undanúrslitum í deildabikarnum í vetur koma liðinu vel. „Við höfum spilað í undanúrslitum í ár og vitum hvernig þetta er.“ Cardiff og West Ham hafa hvort unnið sína viðureign liðanna í vetur. West Ham vann sigur í Wales en Kenny Miller skoraði eina mark leiksins þegar Cardiff lagði West Ham í fyrstu umferðinni í haust. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram í kringum næstu helgi. Úrslitaleikurinn verður á Wembley þann 19. maí.
Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira