Fótbolti

Victor kom inná fyrir meiddan Henry í sigurleik Red Bulls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Henry liggur meiddur á vellinum.
Henry liggur meiddur á vellinum. Nordic Photos / Getty
Thierry Henry skoraði sigurmark New York Red Bulls sem lagði New England Revolution í MLS-deildinni vestanhafs í kvöld.

Henry skoraði eina mark leiksins strax á 7. mínútu en þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu. Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á í stað Frakkans.

Sigurinn var kærkominn fyrir Red Bulls sem höfðu aðeins fengið eitt stig úr tveimur síðustu leikjum. Liðið situr í 3. sæti austurdeildarinnar með 13 stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×