Innlent

Harður árekstur á Miklubrautinni í gærkvöldi

Frá slysavettvangi í gærkvöldi.
Frá slysavettvangi í gærkvöldi. Mynd / Eyþór Eyjólfsson
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar um klukkan átta í gærkvöldi. Þannig lenti jeppabifreið á hliðinni eftir að hún lenti í árekstri við fólksbíl og var í fyrstu talið að ökumaður jeppans væri fastur í bílnum.

Þannig var dælubíll frá slökkviliðinu kallaður á vettvang auk sjúkrabíla en ekki þurfti að klippa ökumanninn úr bílnum. Ökumaðurinn jeppans var því næst fluttur á spítala en slysið reyndist ekki jafn alvarlegt og í fyrst var talið.

Lögreglan og slökkviliðsmenn voru í þó nokkra stund að athafna sig á svæðinu og var þannig öll umferð um svæðið lokuð í um hálftíma og var umferð þá beint um hjáleiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×